Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Slökkviliðsmaður kælir jarðveg eftir gróðureld í Malibú í Kaliforníu í desember. Til viðbótar við losun manna losnaði umtalsverður koltvísýringur út í andrúmsloftið vegna gróðurelda víða um heim í fyrra sem var hlýjasta árið í mælingasögunni. Vísir/EPA Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira