Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 13:31 Ólafur Stefánsson vandaði sínum gamla þjálfara, Guðmundi Guðmundssyni, ekki kveðjurnar í Handkastinu. vísir/getty/vilhelm Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50. Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50.
Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira