Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 19:32 Aron þurfti að þola svekkjandi tap í kvöld. Hann segir möguleika Íslands velta mikið á úrslitum gegn Slóveníu. TF-Images/TF-Images via Getty Images „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira