Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar 19. janúar 2025 21:32 Íslenska þjóðin hefur ítrekað staðið frammi fyrir spurningunni um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið (ESB). Í umræðunni um aðild að ESB er sjaldan rætt hvað skilur okkur að frá meginlandi Evrópu. Okkar sérstaða er mikil þar sem við búum yfir gríðarlegum auðlindum, jarðnæði, orku og var sjálfræði okkar yfir því öllu háð baráttu forfeðra okkar. Nú sem aldrei fyrr er rétt að stikla á stóru varðandi þau atriði sem myndu fylgja aðild að ESB. Takmörkun á fullveldinu Einn helsti ókosturinn við aðild að ESB er sú takmörkun á fullveldinu sem því fylgir. Sem aðildarríki ESB yrði Ísland bundið af löggjöf sambandsins, sem er að miklu leyti sett af framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu. Þetta þýðir að löggjöf sem hefur bein áhrif á íslenskt samfélag yrði að miklu leyti ákveðin af erlendum aðilum, búsettum í Brussel með litla sem enga tengingu við landið. Með aðild yrði Ísland hluti af sameiginlegum landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnum ESB, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsins, fiskveiðum, og ekki síður fæðuöryggi þjóðarinnar og matvælaframleiðslu, landbúnaðinum. Núverandi fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun Íslands, byggt á aflamarkskerfi, hefur gefist vel og tryggt sjálfbæra nýtingu auðlinda. Aðild að ESB gæti leitt til þess að önnur ríki fengju aðgang að íslenskum fiskimiðum, sem myndi grafa undan getu landsins til að stjórna sínum auðlindum sjálfstætt. Þannig færi umræðan frá því að innlendir aðilar hagnast um of á auðlindinni „okkar" yfir í að deila þeirri auðlind með öðrum ríkjum ESB. Það sama á við um orkuna okkar og nýtingu hennar. Þá getur landbúnaður í þeirri mynd sem við þekkjum lagst af að miklu leyti með þeim áhrifum sem slíkt fylgir á byggðafestu og líf í sveitum landsins. Það er grundvallar misskilningur í þessu samhengi að Ísland sé í þeirri stöðu að fá einhvern „sérsamning“ með sértækum undanþágum. Það er ESB sem semur samninginn, það er síðan okkar að samþykkja hann eður ei. ESB hefur enga hagsmuni af því að leyfa smáríki líkt og Íslandi að ráða inntaki aðildarinnar. Þannig er aðild allra ríkja sú sama að mestu leyti og felur í sér sömu réttindi og skyldur til handa ríkjunum; einstaka undanþágur hafa þannig einungis verið tímabundnar og í reynd sem hluti að aðlögunarferlinu. Varanlegar undanþágur þekkjast vart innan ESB og hvað þá í grunnatvinnuþáttum þjóðar. Efnahagslegt óhagræði Aðild að ESB felur ekki í sér öruggan efnahagslegan stöðugleika fyrir Ísland. Evrusvæðið hefur átt í viðvarandi efnahagslegum áskorunum, þar á meðal fjármálakreppum og skuldavanda sumra aðildarríkja, alveg eins og í ríkjum sem standa utan þess, eitthvað sem sumir telja óþarfi að ræða. Þótt Ísland þurfi ekki sjálfkrafa að taka upp evruna sem gjaldmiðil, þá getur aðild skapað þrýsting til þess á síðari stigum, enda felst slík samræming í eðli sambandsins. Það myndi því takmarka getu Íslands til sjálfstjórnar eigin peningamálastefnu, sem hefur reynst nauðsynlegt tól í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Þó ekki viðfangsefnið hér þá eru aðrir ákjósanlegri gjaldmiðlar en evran sem okkur er fært að taka upp án samskonar aðildar. Auk þess yrðu íslenskir skattgreiðendur að taka þátt í fjármögnun sameiginlegra sjóða ESB, þar á meðal til stuðnings efnahagslega veikari ríkja innan sambandsins. Sem dæmi má nefna að prósentu af öllum virðisaukaskatti greiddum á Íslandi yrði að greiða til ESB. Ísland, sem lítið og velmegandi ríki, gæti því allt eins greitt meira út en við fáum úr þessum kerfum, sem myndi ekki endurspegla hagsmuni þjóðarinnar. Einsætt er að jafn farsælt ríki og Ísland er ekki hluti af þeim ríkjum er styrkjakerfi ESB er ætlað að styðja við og sú staðreynd virðist gleymast alltof oft í umræðunni. Samstarf án aðildar Það er mikilvægt að benda á að Ísland nýtur þegar góðs af ýmsum ávinningum Evrópusamstarfs án þess að vera aðildarríki ESB. Í gegnum EES-samninginn hefur Ísland aðgang að innri markaði Evrópu, sem er t.d. mikilvægur fyrir útflutning. Á sama tíma hefur Ísland haldið fullveldi sínu yfir grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og málefnum þeirra, eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Með aðild myndum við í rauninni og einföldu máli missa ákvörðunarvaldið hvað þessi málefni og svið varðar. Aðild að ESB myndi ekki aðeins gera Ísland háðara ákvörðunum sambandsins, heldur einnig grafa undan þeim sveigjanleika sem núverandi fyrirkomulag veitir. EES-samningurinn gerir Íslandi kleift að taka þátt í Evrópusamstarfi að vissu marki en halda samt eigin sérstöðu og stjórn á lykilmálum. Með því að treysta á núverandi fyrirkomulag, þar sem Ísland nýtur góðs af samstarfi án aðildar, getur landið áfram viðhaldið sjálfstæði sínu og sérstöðu, um leið og það nýtir sér ávinning af EES samstarfinu. Fólk vísar oft til þess að við séum nú þegar með 75% af löggjöf ESB í gegnum EES en áttar sig ekki á að hin 25% snerta á þeim atriðum er beinast að sjálfræði okkar og sjálfstæði. Að lokum Að ganga inn í ESB er líkt og fullorðinn maður óski eftir því að foreldrar hans taki aftur við honum sem barni og hann sé þar með sviptur sjálfræði og fjárræði, enda telji hann sig alltaf taka rangar ákvarðanir í lífinu og að ekkert gangi upp hjá honum. Í stað þess að reyna gera betur og taka réttar ákvarðanir þá sjá mamma og pabbi um allt það mikilvæga og hann fær vasapening og aðgang að heimilisbílnum en skortir þó sjálfstæðið. Forræðishyggjan allsráðandi og barnið verður aftur háð ákvörðunarvaldi foreldra sinna. Þeir stjórnmálamenn sem talað hafa fyrir aðild að Evrópusambandinu eru í grunninn einmitt þessi fullorðni maður. Það virðist sem þeir telja að allur sá árangur sem náðst hefur hér á landi frá sjálfstæði sé í raun ekki til staðar. Við eigum að afsala okkur fullveldi okkar, afsala yfirráðum á auðlindum okkar og senda peninga úr landi með von um að við fáum þá síðan endurgreidda í formi styrkja. Í þeirra huga er það einungis þá er við erum orðin eins og þessi fullorðni maður sem gefist hefur upp á lífinu, sem þeir telja að íslenska þjóðin hljóti raunverulega velsæld. Að vera öðrum háður er ekki eitthvað sem við eigum að stefna að, hvorki sem þjóð né einstaklingar. Sjálfstæði Íslands er ekki og var ekki sjálfsagður hlutur. Fyrir því var barist og við höfum sýnt það og sannað í verki sem þjóð að við erum fær um að sjá um okkur sjálf, sama hvað sumir virðast ætla. Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin hefur ítrekað staðið frammi fyrir spurningunni um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið (ESB). Í umræðunni um aðild að ESB er sjaldan rætt hvað skilur okkur að frá meginlandi Evrópu. Okkar sérstaða er mikil þar sem við búum yfir gríðarlegum auðlindum, jarðnæði, orku og var sjálfræði okkar yfir því öllu háð baráttu forfeðra okkar. Nú sem aldrei fyrr er rétt að stikla á stóru varðandi þau atriði sem myndu fylgja aðild að ESB. Takmörkun á fullveldinu Einn helsti ókosturinn við aðild að ESB er sú takmörkun á fullveldinu sem því fylgir. Sem aðildarríki ESB yrði Ísland bundið af löggjöf sambandsins, sem er að miklu leyti sett af framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu. Þetta þýðir að löggjöf sem hefur bein áhrif á íslenskt samfélag yrði að miklu leyti ákveðin af erlendum aðilum, búsettum í Brussel með litla sem enga tengingu við landið. Með aðild yrði Ísland hluti af sameiginlegum landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnum ESB, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsins, fiskveiðum, og ekki síður fæðuöryggi þjóðarinnar og matvælaframleiðslu, landbúnaðinum. Núverandi fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun Íslands, byggt á aflamarkskerfi, hefur gefist vel og tryggt sjálfbæra nýtingu auðlinda. Aðild að ESB gæti leitt til þess að önnur ríki fengju aðgang að íslenskum fiskimiðum, sem myndi grafa undan getu landsins til að stjórna sínum auðlindum sjálfstætt. Þannig færi umræðan frá því að innlendir aðilar hagnast um of á auðlindinni „okkar" yfir í að deila þeirri auðlind með öðrum ríkjum ESB. Það sama á við um orkuna okkar og nýtingu hennar. Þá getur landbúnaður í þeirri mynd sem við þekkjum lagst af að miklu leyti með þeim áhrifum sem slíkt fylgir á byggðafestu og líf í sveitum landsins. Það er grundvallar misskilningur í þessu samhengi að Ísland sé í þeirri stöðu að fá einhvern „sérsamning“ með sértækum undanþágum. Það er ESB sem semur samninginn, það er síðan okkar að samþykkja hann eður ei. ESB hefur enga hagsmuni af því að leyfa smáríki líkt og Íslandi að ráða inntaki aðildarinnar. Þannig er aðild allra ríkja sú sama að mestu leyti og felur í sér sömu réttindi og skyldur til handa ríkjunum; einstaka undanþágur hafa þannig einungis verið tímabundnar og í reynd sem hluti að aðlögunarferlinu. Varanlegar undanþágur þekkjast vart innan ESB og hvað þá í grunnatvinnuþáttum þjóðar. Efnahagslegt óhagræði Aðild að ESB felur ekki í sér öruggan efnahagslegan stöðugleika fyrir Ísland. Evrusvæðið hefur átt í viðvarandi efnahagslegum áskorunum, þar á meðal fjármálakreppum og skuldavanda sumra aðildarríkja, alveg eins og í ríkjum sem standa utan þess, eitthvað sem sumir telja óþarfi að ræða. Þótt Ísland þurfi ekki sjálfkrafa að taka upp evruna sem gjaldmiðil, þá getur aðild skapað þrýsting til þess á síðari stigum, enda felst slík samræming í eðli sambandsins. Það myndi því takmarka getu Íslands til sjálfstjórnar eigin peningamálastefnu, sem hefur reynst nauðsynlegt tól í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Þó ekki viðfangsefnið hér þá eru aðrir ákjósanlegri gjaldmiðlar en evran sem okkur er fært að taka upp án samskonar aðildar. Auk þess yrðu íslenskir skattgreiðendur að taka þátt í fjármögnun sameiginlegra sjóða ESB, þar á meðal til stuðnings efnahagslega veikari ríkja innan sambandsins. Sem dæmi má nefna að prósentu af öllum virðisaukaskatti greiddum á Íslandi yrði að greiða til ESB. Ísland, sem lítið og velmegandi ríki, gæti því allt eins greitt meira út en við fáum úr þessum kerfum, sem myndi ekki endurspegla hagsmuni þjóðarinnar. Einsætt er að jafn farsælt ríki og Ísland er ekki hluti af þeim ríkjum er styrkjakerfi ESB er ætlað að styðja við og sú staðreynd virðist gleymast alltof oft í umræðunni. Samstarf án aðildar Það er mikilvægt að benda á að Ísland nýtur þegar góðs af ýmsum ávinningum Evrópusamstarfs án þess að vera aðildarríki ESB. Í gegnum EES-samninginn hefur Ísland aðgang að innri markaði Evrópu, sem er t.d. mikilvægur fyrir útflutning. Á sama tíma hefur Ísland haldið fullveldi sínu yfir grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og málefnum þeirra, eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Með aðild myndum við í rauninni og einföldu máli missa ákvörðunarvaldið hvað þessi málefni og svið varðar. Aðild að ESB myndi ekki aðeins gera Ísland háðara ákvörðunum sambandsins, heldur einnig grafa undan þeim sveigjanleika sem núverandi fyrirkomulag veitir. EES-samningurinn gerir Íslandi kleift að taka þátt í Evrópusamstarfi að vissu marki en halda samt eigin sérstöðu og stjórn á lykilmálum. Með því að treysta á núverandi fyrirkomulag, þar sem Ísland nýtur góðs af samstarfi án aðildar, getur landið áfram viðhaldið sjálfstæði sínu og sérstöðu, um leið og það nýtir sér ávinning af EES samstarfinu. Fólk vísar oft til þess að við séum nú þegar með 75% af löggjöf ESB í gegnum EES en áttar sig ekki á að hin 25% snerta á þeim atriðum er beinast að sjálfræði okkar og sjálfstæði. Að lokum Að ganga inn í ESB er líkt og fullorðinn maður óski eftir því að foreldrar hans taki aftur við honum sem barni og hann sé þar með sviptur sjálfræði og fjárræði, enda telji hann sig alltaf taka rangar ákvarðanir í lífinu og að ekkert gangi upp hjá honum. Í stað þess að reyna gera betur og taka réttar ákvarðanir þá sjá mamma og pabbi um allt það mikilvæga og hann fær vasapening og aðgang að heimilisbílnum en skortir þó sjálfstæðið. Forræðishyggjan allsráðandi og barnið verður aftur háð ákvörðunarvaldi foreldra sinna. Þeir stjórnmálamenn sem talað hafa fyrir aðild að Evrópusambandinu eru í grunninn einmitt þessi fullorðni maður. Það virðist sem þeir telja að allur sá árangur sem náðst hefur hér á landi frá sjálfstæði sé í raun ekki til staðar. Við eigum að afsala okkur fullveldi okkar, afsala yfirráðum á auðlindum okkar og senda peninga úr landi með von um að við fáum þá síðan endurgreidda í formi styrkja. Í þeirra huga er það einungis þá er við erum orðin eins og þessi fullorðni maður sem gefist hefur upp á lífinu, sem þeir telja að íslenska þjóðin hljóti raunverulega velsæld. Að vera öðrum háður er ekki eitthvað sem við eigum að stefna að, hvorki sem þjóð né einstaklingar. Sjálfstæði Íslands er ekki og var ekki sjálfsagður hlutur. Fyrir því var barist og við höfum sýnt það og sannað í verki sem þjóð að við erum fær um að sjá um okkur sjálf, sama hvað sumir virðast ætla. Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun