Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2025 13:03 Teikning listamanns af því hvernig WASP-127b gæti litið út. Reikistjarna er útbólginn gasrisi sem er aðeins stærri en Júpíter en mun massaminni. Skotvindur í kringum miðbaug plánetunnar blæs á um níu þúsund metra hraða á sekúndu. ESO/L. Calçada Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna. Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna.
Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira