Björk mætir á stóra skjáinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. janúar 2025 11:24 Björk frumsýnir kvikmynd frá Cornucopia tónleikum hennar á Íslandi 1. febrúar. Santiago Felipe/Redferns for ABA „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Í fréttatilkynningu segir: „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár. Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínismi.“ Í Cornucopia flytur hún einnig lög af síðustu plötu sinni Fossora og lög frá því fyrr á ferlinum eins og „Isobel“ og „Hidden Place“. Björk segist full tilhlökkunar að fá loksins að deila Cornucopiu með landsmönnum. „Ég er svo glöð. Þetta er verkefni sem er búið að vera mörg ár í vinnslu, það er hægt að segja að þetta séu tvö verk í einu. Sem sagt tónleika-sýning og síðan kvikmyndin sem skrásetur sýninguna. Við frumsýndum sýninguna í the shed vorið 2019 . Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í og hefur einn mesta fjölda stafrænna leiktjalda sem hafa verið í einni sýningu. Stafrænt leikhús , þar sem hreyfimyndum sem voru forritaðar í sýndarveruleika var varpað þrívítt á bæðu hefðbundin leiktjöld og stafræna skjái. Við ferðuðumst með hana um heiminn og síðan var hún kvikmynduð haustið 2023.“ Björk hefur verið að vinna í 360 gráðu hljóð og sjón-heimi í rúman áratug núna. „Bæði með teiknimyndaforrit og í sýndarveruleika, fyrst í Bíófílíu og svo Vúlníkúru sem var einnig gefin út sem sýndarveruleika-verk. Ég var mjög innblásin af allsumlykjandi 360 gráðu upplifun og fór út í Gróttu, raðaði hundrað hátölurum í hring og hljóðblandaði þannig fyrir þessa sýningu. View this post on Instagram A post shared by Björk (@bjork) Þegar svo ég vildi setja upp Kornukópíu þá langaði mig að taka þennan heim út úr VR gleraugunum og færa hann upp á svið. Taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði. Ég vildi færa þessa vinnu inn í raunheima og varpa á bæði venjulega leiktjöld og stafræna skjái sem og gardínur. Til þess þurftum við 27 leiktjöld sem voru kóreógraferuð til að framkalla eins konar „lanterna magika“ nútímans eða talrænt leikhús fyrir lifandi tónlist. Mig langaði líka að hafa sérsmíðuð hljóðfæri með. Sem dæmi var segulharpa , ál-marimba , hring-flauta og „reverb chamber“ sem var altt sérsmíðað með hljóð-arkitekt til að magna upp mest intróvert hluta tónleikanna í kapellu fyrir einn. Í gegnum þessa sögu er annar sögurþráður ofinn inn. Það er teiknimyndasaga um avatar, anime hlutverka-leikur, nútíma leikbrúða sem stökkbreytist frá erkitýpu til erkitýpu, frá hjarta-meiðslum til fullkomins bata. Vona að þið njótið,“ segir Björk að lokum. Tónlist Björk Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár. Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínismi.“ Í Cornucopia flytur hún einnig lög af síðustu plötu sinni Fossora og lög frá því fyrr á ferlinum eins og „Isobel“ og „Hidden Place“. Björk segist full tilhlökkunar að fá loksins að deila Cornucopiu með landsmönnum. „Ég er svo glöð. Þetta er verkefni sem er búið að vera mörg ár í vinnslu, það er hægt að segja að þetta séu tvö verk í einu. Sem sagt tónleika-sýning og síðan kvikmyndin sem skrásetur sýninguna. Við frumsýndum sýninguna í the shed vorið 2019 . Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í og hefur einn mesta fjölda stafrænna leiktjalda sem hafa verið í einni sýningu. Stafrænt leikhús , þar sem hreyfimyndum sem voru forritaðar í sýndarveruleika var varpað þrívítt á bæðu hefðbundin leiktjöld og stafræna skjái. Við ferðuðumst með hana um heiminn og síðan var hún kvikmynduð haustið 2023.“ Björk hefur verið að vinna í 360 gráðu hljóð og sjón-heimi í rúman áratug núna. „Bæði með teiknimyndaforrit og í sýndarveruleika, fyrst í Bíófílíu og svo Vúlníkúru sem var einnig gefin út sem sýndarveruleika-verk. Ég var mjög innblásin af allsumlykjandi 360 gráðu upplifun og fór út í Gróttu, raðaði hundrað hátölurum í hring og hljóðblandaði þannig fyrir þessa sýningu. View this post on Instagram A post shared by Björk (@bjork) Þegar svo ég vildi setja upp Kornukópíu þá langaði mig að taka þennan heim út úr VR gleraugunum og færa hann upp á svið. Taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði. Ég vildi færa þessa vinnu inn í raunheima og varpa á bæði venjulega leiktjöld og stafræna skjái sem og gardínur. Til þess þurftum við 27 leiktjöld sem voru kóreógraferuð til að framkalla eins konar „lanterna magika“ nútímans eða talrænt leikhús fyrir lifandi tónlist. Mig langaði líka að hafa sérsmíðuð hljóðfæri með. Sem dæmi var segulharpa , ál-marimba , hring-flauta og „reverb chamber“ sem var altt sérsmíðað með hljóð-arkitekt til að magna upp mest intróvert hluta tónleikanna í kapellu fyrir einn. Í gegnum þessa sögu er annar sögurþráður ofinn inn. Það er teiknimyndasaga um avatar, anime hlutverka-leikur, nútíma leikbrúða sem stökkbreytist frá erkitýpu til erkitýpu, frá hjarta-meiðslum til fullkomins bata. Vona að þið njótið,“ segir Björk að lokum.
Tónlist Björk Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira