Innlent

Aga­leysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Skólastjórafélags Íslands.

Hann segir það hafa færst í aukana að kennurum sé hótað kæru þegar þeir reyna að taka á agavandamálum í skólum. 

Þá verður rætt við formann Samtakanna 78 sem skorar á stjórnvöld hér á landi að fordæma tilskipanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks.

Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í geðrof innan árs.

Í sportinu verður að sjálfsögðu hitað upp fyrir stórleikinn á HM í handbolta í Króatíu þar sem Íslendingar mæta Egyptum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×