Einhver heimili enn keyrð á varaafli Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 16:57 Nokkur fjöldi rafmagnsstaura brotnaði í óveðrinu. RARIK Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“ Orkumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“
Orkumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent