Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 14:31 Frá írakska þinginu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara. Írak Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara.
Írak Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira