Lífið

Emilia Pérez með met margar til­nefningar til Óskars

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Karla Sofía Gascón fer með aðalhlutverkið í Emilia Perez.
Karla Sofía Gascón fer með aðalhlutverkið í Emilia Perez.

Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar.

Listinn yfir þá sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár svipar mikið til lista þeirra sem tilnefndir voru til Golden Globes og Bafta verðlaunanna. Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Adrian Brody fyrir hlutverk sitt í The Brutalist og Demi Moore fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Substance sem vakti gríðarlega athygli hér á landi.

Emilia Pérez er tilnefnd í þrettán flokkum. Á eftir henni koma The Brutalist og Wicked með tíu tilnefningar. Karla Sofía Gascón sem fer með aðalhlutverkið í Emilia Pérez er fyrsta trans konan til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna.

Hátíðin er haldin í 97. skipti í ár og verður grínistinn Conan O' Brien kynnir. Hún mun fara fram þann 3. mars næstkomandi en stjórnendur verðlaunahátíðarinnar minntust sérstaklega á gróðurelda í Los Angeles og sögðu þá hafa tekið sinn toll af undirbúningnum fyrir hátíðina.

Listi yfir allar tilnefningar má finna hér fyrir neðan: 

Besta myndin:

Anora

The Brutalist

A Complete Unknown

Conclave

Dune: Part Two

Emilia Perez

I'm Still Here

Nickel Boys

The Substance

Wicked

Leikstjórn: 

Sean Baker, Anora

Brady Corbet, The Brutalist

James Mangold, A Complete Unknown

Jacques Audiard, Emilia Perez

Coralie Fargeat, The Substance



Leikari í aðalhlutverki:

Adrien Brody, The Brutalist

Timothee Chalamet, A Complete Unknown

Colman Domingo, Sing Sing

Ralph Fiennes, Conclave

Sebastian Stan, The Apprentice



Leikkona í aðalhlutverki:

Cynthia Erivo, Wicked

Karla Sofia Gascon, Emilia Perez

Mikey Madison, Anora

Demi Moore, The Substance

Fernanda Torres, I'm Still Here



Leikari í aukahlutverki:

Yura Borisov, Anora

Kieran Culkin, A Real Pain

Edward Norton, A Complete Unknown

Guy Pearce, The Brutalist

Jeremy Strong, The Apprentice



Leikkona í aukahlutverki:

Monica Barbaro, A Complete Unknown

Ariana Grande, Wicked

Felicity Jones, The Brutalist

Isabella Rosellini, Conclave

Zoe Saldana, Emilia Perez



Kvikmyndataka:

The Brutalist

Dune: Part Two

Emilia Pérez

Maria

Nosferatu

Production D



Erlend mynd:

I'm Still Here (Brasilía)

The Girl With the Needle (Danmörk)

Emilia Perez (Frakkland)

The Seed of the Sacred Fig (Þýskaland)

Flow (Lettland)



Handrit byggt á áður útgefnu efni:

A Complete Unknown

Conclave

Emilia Pérez

Nickel Boys

Sing Sing



Frumsamið handrit:

Anora

The Brutalist

A Real Pain

September 5

The Substance



Leikin stuttmynd:

A Lien

Anuja

I'm Not a Robot

The Last Ranger

The Man Who Could Not Remain Silent



Teiknuð stuttmynd:

Beautiful Men

In the Shadow of the Cypress

Magic Candies

Wander to Wonder

Yuck!



Teiknimynd:

Flow

Inside Out 2

Memoir of a Snail

Wallace & Gromit: Vengeance Most Fowl

The Wild Robot



Stutt heimildarmynd:

Death By Numbers

I Am Ready, Warden

Incident

Instruments of a Beating Heart

The Only Girl in the Orchestra



Heimildarmynd:

Black Box Diaries

No Other Land

Porcelain War

Soundtrack to a Coup d'Etat

Sugar King



Besta frumsamda lagið:

El Mal" from "Emilia Pérez

The Journey" from "The Six Triple Eight

Like a Bird" from "Sing Sing

Mi Camino" from "Emilia Pérez

Never Too Late" from "Elton John: Never Too Late



Besta frumsamda kvikmyndatónlistin:

The Brutalist

Conclave

Emilia Perez

Wicked

The Wild Robot



Hár og förðun:

A Different Man

Emilia Pérez

Nosferatu

The Substance

Wicked



Búningahönnun:

A Complete Unknown

Conclave

Gladiator II

Nosferatu

Wicked



Klipping:

Anora

The Brutalist

Conclave

Emilia Pérez

Wicked



Hljóð:

A Complete Unknown

Dune: Part Two

Emilia Pérez

Wicked

The Wild Robot



Leikmynd:

The Brutalist

Conclave

Dune: Part Two

Nosferatu

Wicked



Tæknibrellur:

Alien: Romulus

Better Man

Dune: Part Two

Kingdom of the Planet of the Apes

Wicked






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.