Innlent

Dæmdur fyrir höfuð­högg sem leiddi til dauða

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx.
Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Manninum er gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir króna í miska- og skaðabætur.

Dag­mars Asp­ar Vé­steins­dótt­ur, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá niðurstöðunni. Dómurinn hefur ekki verið birtur.

Manninum var gefið að sök að hafa á skemmtistaðnum slegið karlmanninn fyrirvaralaust eitt högg á vinstri hluta hálsins aftan við eyrað þannig að hann fékk slink á höfuðið.

Afleiðingarnar voru þær að maðurinn lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni, segir í ákæru málsins.

Þegar lögreglu bar að garði var árásarmaðurinn farinn af vettvangi. Hann var handtekinn í nágrenninu. Hinn látni var meðvitundalaus á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×