Lífið

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bræðurnir eru afar samrýmdir og hafa fylgst að í mörgu á lífsleiðinni.
Bræðurnir eru afar samrýmdir og hafa fylgst að í mörgu á lífsleiðinni. Vísir/Sylvía

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Friðrik og Jón virðast báðir ánægðir í nýjum hlutverkum og birta reglulega myndir af litlu ferfætlingunum á samfélagsmiðlum sínum.  

Bræðurnir eru afar samrýmdir og hafa fylgst að í mörgu á lífsleiðinni. Þeir gengu saman menntaveginn í Setbergsskóla í Hafnarfirði og Verslunarskóla Íslands, hafa báðir gert garðinn frægan í tónlistinni og eignuðust frumburði sína með stuttu millibili árið 2013, og svo mætti lengi telja. Það kemur því ekki á óvart að þeir hafi ákveðið að fá sér hvolp á sama tíma af sömu tegund. 

Á myndinni hér að neðan má sjá Friðrik Dór, ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Prins. 

Hér má sjá hundinn hans Jóns og fjölskyldu, Nóru Jóns. Þetta eru nú algjörir krúttmolar!


Tengdar fréttir

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni

Gríðarleg stemning var í Laugardalshöllinni um helgina þegar strákabandið IceGuys skemmti um 25 þúsund gestum á samtals fimm tónleikum. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.