Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2025 09:01 Heiða Björg segir tímabært að ríki og önnur sveitarfélög myndi sér stefnu og komi á fót úrræðum fyrir heimilislausa. Vísir/Arnar Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Borgarstjórn samþykkti í vikunni endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Meðal aðgerða í áætluninni er að byggja 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir lok árs 2027, finna nýtt neyðarskýli í stað Konukots og að draga úr þörf fyrir neyðarskýli samfara húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu. Reykjavíkurborg hefur frá því síðasta vor leitað að nýju húsnæði fyrir Konukot en oft hefur verið fjallað um það að húsnæðið sé úr sér gengið. „Það er verið að skoða húsnæði núna sem gæti mögulega gengið til að brúa bilið. Það er búið að standa leit að húsnæði sem uppfyllir kröfurnar, það var gerð þarfagreining, en við höfum ekki fundið það hús sem hentar sem fólk vill leigja okkur. Þetta er flóknara verkefni en mig óraði fyrir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður borgarráðs. Reykjavíkurborg hefur gengið erfiðlega að finna nýtt húsnæði fyrir Konukot en hafa augastað á tímabundnu húsnæði.Vísir/Arnar Hún segir borgaryfirvöld vona að þetta húsnæði sem þau hafi augastað á virki tímabundið meðan á leitinni stendur. Það sé ekki forsvaranlegt að halda rekstri gistiskýlisins áfram í því húsnæði sem það er. Húsnæði fyrst leiðarljós Í tilkynningu um aðgerðaáætlunina kemur fram að „skaðaminnkandi, valdeflandi og batamiðuð nálgun sem og hugmyndafræðin um húsnæði fyrst“ verði áfram leiðarljós borgarinnar í þjónustu við þennan hóp. Þá á að leggja aukna áherslu á konur, einstaklinga af erlendum uppruna og ungmenni. Einnig kemur fram að áfram eigi að vinna að því að þrepaskipta þjónustunni þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum einstaklinga. Um er að ræða annað sinn sem Reykjavíkurborg samþykkir aðgerðaáætlun í málaflokknum en báðar eru þær byggðar á stefnu sem er frá árinu 2019. Í tilkynningu borgarinnar er bent á að enn sem komið er, sex árum síðar, hafi ekkert annað sveitarfélag, eða ríki, sett sér sams konar stefnu. Heiða Björg segir engan eiga að þurfa að treysta á það að gistiskýli sé sinn samastaður. Alls gistu 394 einstaklingar í gistiskýlum borgarinnar í fyrra.Vísir/Arnar Heiða Björg segir tímabært að bæði ríki og önnur sveitarfélög komi að því að þjónusta þennan viðkvæma hóp með meiri hætti. „Það er mikilvægt að ríkið móti stefnu í málaflokknum og auki fjármagn til hans. Einnig að önnur sveitarfélög setji sér áætlanir um viðbrögð því að heimilislaust fólk með lögheimili utan Reykjavíkur sæki þjónustu til höfuðborgarinnar. Einstaklingar sem búa við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu og þess vegna er þörf á aukinni samvinnu milli kerfa til að hægt sé að veita þessum hópi viðeigandi þjónustu. Við þurfum öll að eiga heimili, svo við þurfum öll að leggjast á eitt og útrýma heimilisleysi. Það er flókið verkefni sem getur ekki eingöngu verið á höndum Reykjavíkurborgar,“ segir Heiða. Ekki skaðaminnkandi að treysta á gistiskýlið Heiða segir aðgerðaáætlunina gera ráð fyrir aukinni einstaklingsmiðaðri þjónustu. „Það á enginn að þurfa að treysta á gistiskýli sem sinn samastað. Það er ekki samkvæmt skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki skaðaminnkandi að treysta á það alla daga að fá inn í gistiskýli, að vita ekki hvar þú sefur og hvar þú getur geymt dótið þitt. Húsnæði fyrst er það sem við höfum sett fókus á,“ segir Heiða Björg. Hún viðurkennir að þessi fókus á húsnæði fyrst hafi mögulega komið á kostnað annarra úrræða. Sem dæmi sé í aðgerðaáætluninni núna að fjölga virkniúrræðum og efla aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Heiða segir borgina leita samstarfaðila fyrir þessi verkefni. Þá er í tilkynningunni farið yfir ýmsa áfanga og framþróun síðustu ára. Þar kemur fram að rýmum fyrir hópinn í úrræðum velferðarsviðs hefur fjölgað í 187 en voru 101 árið 2019 þegar stefnan var sett. Það getur verið herbergi í einhverju úrræði til skamms tíma og þjónusta með eða flutningi í smáhýsi en þau eru alls tuttugu í borginni. Heiða segir þau sjá greinilegan árangur af þessu. Færri sæki gistiskýlin. Fjöldi gesta í gistiskýlunum síðustu þrjú ár og fjöldi gistinátta. 394 einstaklingar gistu 19.290 gistinætur í skýlunum. Það eru um 49 nætur á hvern einstakling.Reykjavíkurborg „Við teljum að við séum á réttri leið og fólkið segir það sjálft að þeim sem komast í húsnæði líður betur. Það er forsenda þess að koma einhverju jafnvægi á líf sitt. Við erum sannfærð um að það sé rétt að halda áfram á þessari vegferð.“ Festast í gistiskýlunum Heiða segir áríðandi að önnur sveitarfélög komi að þessu verkefni og byggi til dæmis áfangaheimili og úrræði fyrir þau sem eru heimilislaus. Henni þyki ekkert tiltökumál að borgin taki við þeim í gistiskýlunum en að önnur sveitarfélög eigi að bera ábyrgð á því að koma fólkinu úr þessari stöðu. „Annars óttumst við að samhliða því að við höldum áfram að byggja upp húsnæði fyrir okkar íbúa þá festist íbúar annarra sveitarfélaga í gistiskýlunum og það er ekki eitthvað sem okkur finnst sanngjarnt eða gott fyrir þá einstaklinga. Þannig við köllum eftir því.“ Heiða Björg segir málaflokkinn hafa vaxið mikið síðustu ár og kostnaðinn samhliða. Það sem er í aðgerðaáætluninni í ár sé þegar fjármagnað af velferðarráði en er háð fjárveitingum hvers árs. Sjá einnig: Mikil aðsókn í neyðarskýli „En með því að samþykkja aðgerðaáætlunina erum við auðvitað að segja að við ætlum að fjármagna þetta.“ Hún segir að þegar hún tók við sem formaður velferðarráðs 2019 hafi um 600 milljónum verið varið árlega í málaflokkinn. Nú séu þetta um tveir milljarðar og gert ráð fyrir að það þurfi einn til viðbótar. „Það er mikilvæg og góð fjárfesting. Það er ekki gott að miða við það hvernig það var í upphafi vegna þess að þá var ekki verið að veita þessa einstaklingsbundnu þjónustu með sama hætti og við erum að gera í dag. Þetta er algjörlega ólík þjónusta og er mjög mikilvæg fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra.“ Enn fordómar í samfélaginu Heiða Björg segir enn mikla fordóma fyrir heimilislausu fólki í samfélaginu og því sé samstaða innan borgarstjórnar mikið gleðiefni. „Það er mjög mikil sátt innan borgarstjórnar og þetta hefur almennt allt verið samþykkt mótatkvæðalaust og við höfum tekið alla flokka með í að vinna þetta. Það eru miklir fordómar og það er mjög mikilvægt að hið opinbera, sem er að vinna þetta, sjái að við séum ekki að rífast líka. Ég er mjög ánægð með það að allir þeir flokkar sem hafa verið þessi tvö kjörtímabil hafa tekið þátt. Það er ekki sjálfgefið.“ Málefni heimilislausra Fíkn Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. 24. desember 2024 12:01 Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Tveir heimilislausir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eftir að tilkynningar bárust um að þeir væru þar sem þeir voru óvelkomnir. 18. nóvember 2024 06:28 Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í vikunni endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Meðal aðgerða í áætluninni er að byggja 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir lok árs 2027, finna nýtt neyðarskýli í stað Konukots og að draga úr þörf fyrir neyðarskýli samfara húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu. Reykjavíkurborg hefur frá því síðasta vor leitað að nýju húsnæði fyrir Konukot en oft hefur verið fjallað um það að húsnæðið sé úr sér gengið. „Það er verið að skoða húsnæði núna sem gæti mögulega gengið til að brúa bilið. Það er búið að standa leit að húsnæði sem uppfyllir kröfurnar, það var gerð þarfagreining, en við höfum ekki fundið það hús sem hentar sem fólk vill leigja okkur. Þetta er flóknara verkefni en mig óraði fyrir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður borgarráðs. Reykjavíkurborg hefur gengið erfiðlega að finna nýtt húsnæði fyrir Konukot en hafa augastað á tímabundnu húsnæði.Vísir/Arnar Hún segir borgaryfirvöld vona að þetta húsnæði sem þau hafi augastað á virki tímabundið meðan á leitinni stendur. Það sé ekki forsvaranlegt að halda rekstri gistiskýlisins áfram í því húsnæði sem það er. Húsnæði fyrst leiðarljós Í tilkynningu um aðgerðaáætlunina kemur fram að „skaðaminnkandi, valdeflandi og batamiðuð nálgun sem og hugmyndafræðin um húsnæði fyrst“ verði áfram leiðarljós borgarinnar í þjónustu við þennan hóp. Þá á að leggja aukna áherslu á konur, einstaklinga af erlendum uppruna og ungmenni. Einnig kemur fram að áfram eigi að vinna að því að þrepaskipta þjónustunni þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum einstaklinga. Um er að ræða annað sinn sem Reykjavíkurborg samþykkir aðgerðaáætlun í málaflokknum en báðar eru þær byggðar á stefnu sem er frá árinu 2019. Í tilkynningu borgarinnar er bent á að enn sem komið er, sex árum síðar, hafi ekkert annað sveitarfélag, eða ríki, sett sér sams konar stefnu. Heiða Björg segir engan eiga að þurfa að treysta á það að gistiskýli sé sinn samastaður. Alls gistu 394 einstaklingar í gistiskýlum borgarinnar í fyrra.Vísir/Arnar Heiða Björg segir tímabært að bæði ríki og önnur sveitarfélög komi að því að þjónusta þennan viðkvæma hóp með meiri hætti. „Það er mikilvægt að ríkið móti stefnu í málaflokknum og auki fjármagn til hans. Einnig að önnur sveitarfélög setji sér áætlanir um viðbrögð því að heimilislaust fólk með lögheimili utan Reykjavíkur sæki þjónustu til höfuðborgarinnar. Einstaklingar sem búa við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu og þess vegna er þörf á aukinni samvinnu milli kerfa til að hægt sé að veita þessum hópi viðeigandi þjónustu. Við þurfum öll að eiga heimili, svo við þurfum öll að leggjast á eitt og útrýma heimilisleysi. Það er flókið verkefni sem getur ekki eingöngu verið á höndum Reykjavíkurborgar,“ segir Heiða. Ekki skaðaminnkandi að treysta á gistiskýlið Heiða segir aðgerðaáætlunina gera ráð fyrir aukinni einstaklingsmiðaðri þjónustu. „Það á enginn að þurfa að treysta á gistiskýli sem sinn samastað. Það er ekki samkvæmt skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki skaðaminnkandi að treysta á það alla daga að fá inn í gistiskýli, að vita ekki hvar þú sefur og hvar þú getur geymt dótið þitt. Húsnæði fyrst er það sem við höfum sett fókus á,“ segir Heiða Björg. Hún viðurkennir að þessi fókus á húsnæði fyrst hafi mögulega komið á kostnað annarra úrræða. Sem dæmi sé í aðgerðaáætluninni núna að fjölga virkniúrræðum og efla aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Heiða segir borgina leita samstarfaðila fyrir þessi verkefni. Þá er í tilkynningunni farið yfir ýmsa áfanga og framþróun síðustu ára. Þar kemur fram að rýmum fyrir hópinn í úrræðum velferðarsviðs hefur fjölgað í 187 en voru 101 árið 2019 þegar stefnan var sett. Það getur verið herbergi í einhverju úrræði til skamms tíma og þjónusta með eða flutningi í smáhýsi en þau eru alls tuttugu í borginni. Heiða segir þau sjá greinilegan árangur af þessu. Færri sæki gistiskýlin. Fjöldi gesta í gistiskýlunum síðustu þrjú ár og fjöldi gistinátta. 394 einstaklingar gistu 19.290 gistinætur í skýlunum. Það eru um 49 nætur á hvern einstakling.Reykjavíkurborg „Við teljum að við séum á réttri leið og fólkið segir það sjálft að þeim sem komast í húsnæði líður betur. Það er forsenda þess að koma einhverju jafnvægi á líf sitt. Við erum sannfærð um að það sé rétt að halda áfram á þessari vegferð.“ Festast í gistiskýlunum Heiða segir áríðandi að önnur sveitarfélög komi að þessu verkefni og byggi til dæmis áfangaheimili og úrræði fyrir þau sem eru heimilislaus. Henni þyki ekkert tiltökumál að borgin taki við þeim í gistiskýlunum en að önnur sveitarfélög eigi að bera ábyrgð á því að koma fólkinu úr þessari stöðu. „Annars óttumst við að samhliða því að við höldum áfram að byggja upp húsnæði fyrir okkar íbúa þá festist íbúar annarra sveitarfélaga í gistiskýlunum og það er ekki eitthvað sem okkur finnst sanngjarnt eða gott fyrir þá einstaklinga. Þannig við köllum eftir því.“ Heiða Björg segir málaflokkinn hafa vaxið mikið síðustu ár og kostnaðinn samhliða. Það sem er í aðgerðaáætluninni í ár sé þegar fjármagnað af velferðarráði en er háð fjárveitingum hvers árs. Sjá einnig: Mikil aðsókn í neyðarskýli „En með því að samþykkja aðgerðaáætlunina erum við auðvitað að segja að við ætlum að fjármagna þetta.“ Hún segir að þegar hún tók við sem formaður velferðarráðs 2019 hafi um 600 milljónum verið varið árlega í málaflokkinn. Nú séu þetta um tveir milljarðar og gert ráð fyrir að það þurfi einn til viðbótar. „Það er mikilvæg og góð fjárfesting. Það er ekki gott að miða við það hvernig það var í upphafi vegna þess að þá var ekki verið að veita þessa einstaklingsbundnu þjónustu með sama hætti og við erum að gera í dag. Þetta er algjörlega ólík þjónusta og er mjög mikilvæg fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra.“ Enn fordómar í samfélaginu Heiða Björg segir enn mikla fordóma fyrir heimilislausu fólki í samfélaginu og því sé samstaða innan borgarstjórnar mikið gleðiefni. „Það er mjög mikil sátt innan borgarstjórnar og þetta hefur almennt allt verið samþykkt mótatkvæðalaust og við höfum tekið alla flokka með í að vinna þetta. Það eru miklir fordómar og það er mjög mikilvægt að hið opinbera, sem er að vinna þetta, sjái að við séum ekki að rífast líka. Ég er mjög ánægð með það að allir þeir flokkar sem hafa verið þessi tvö kjörtímabil hafa tekið þátt. Það er ekki sjálfgefið.“
Málefni heimilislausra Fíkn Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. 24. desember 2024 12:01 Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Tveir heimilislausir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eftir að tilkynningar bárust um að þeir væru þar sem þeir voru óvelkomnir. 18. nóvember 2024 06:28 Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. 24. desember 2024 12:01
Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Tveir heimilislausir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eftir að tilkynningar bárust um að þeir væru þar sem þeir voru óvelkomnir. 18. nóvember 2024 06:28
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48