Einar Þorsteinn Ólafsson kemur inn í íslenska hópinn í stað Bjarka Más Elíssonar sem er meiddur og hefur lokið leik á HM.
Í stað Bjarka hóaði Snorri í Stiven Tobar Valencia, leikmann Benfica. Hann verður utan hóps í kvöld ásamt Sveini Jóhannssyni.
Ísland er á toppi milliriðils 4 með sex stig. Króatía er með fjögur stig líkt og Egyptaland og Slóvenía sem mætast í leik sem hófst klukkan 17:00.
Leikur Króatíu og Íslands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi í kvöld.