Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun