Miðflokkurinn er einnig á uppleið, bætir við sig tæpum þremur stigum og er með um tólf prósent. Þá er Flokkur fólksins sömuleiðis á uppleið og stendur nú í þrettán prósentum.
Samkvæmt könnuninni dala aðrir flokkar mismikið.
Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn er fylgið lækkar um prósentustig og mælist nú 22 prósent. Viðreisn tapar um þremur prósentustigum og er með fjórtán prósent. Framsókn fer niður í sjö prósent og Píratar, VG og Sósíalistar mælast með þrjú til fjögur prósent.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram dagana 9. til 14. janúar 2025 og voru 966 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.