Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2025 13:02 Andrea Kimi Antonelli sáttur með bílprófið. Andrea Kimi Antonelli, sem tekur við af Lewis Hamilton hjá Mercedes, er kominn með bílpróf, sex vikum fyrir fyrstu keppni hans í Formúlu 1. Mercedes greindi frá því á samfélagsmiðlum að hinn átján ára Antonelli hefði staðist venjulegt bílpróf annars vegar og hins vegar bílpróf sem hann þarf til að fá að keppa í Formúlu 1. Þrátt fyrir ungan aldur er Antonelli vanur ökumaður en hann hefur æft stíft fyrir sitt fyrsta tímabil í Formúlu 1. Antonelli var valinn eftirmaður Hamiltons hjá Mercedes eftir að ljóst var að sjöfaldi heimsmeistarinn myndi ganga í raðir Ferrari fyrir næsta tímabil. Antonelli og George Russell mynda ökuþórateymi Mercedes tímabilið 2025. Big boots to fill.Kimi Antonelli follows in the footsteps of Formula 1 royalty at Mercedes 👑 pic.twitter.com/42k2JY1kjA— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mercedes endaði í 4. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Næsta tímabil hefst með keppni í Melbourne, Ástralíu 16. mars. Akstursíþróttir Mest lesið Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes greindi frá því á samfélagsmiðlum að hinn átján ára Antonelli hefði staðist venjulegt bílpróf annars vegar og hins vegar bílpróf sem hann þarf til að fá að keppa í Formúlu 1. Þrátt fyrir ungan aldur er Antonelli vanur ökumaður en hann hefur æft stíft fyrir sitt fyrsta tímabil í Formúlu 1. Antonelli var valinn eftirmaður Hamiltons hjá Mercedes eftir að ljóst var að sjöfaldi heimsmeistarinn myndi ganga í raðir Ferrari fyrir næsta tímabil. Antonelli og George Russell mynda ökuþórateymi Mercedes tímabilið 2025. Big boots to fill.Kimi Antonelli follows in the footsteps of Formula 1 royalty at Mercedes 👑 pic.twitter.com/42k2JY1kjA— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mercedes endaði í 4. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Næsta tímabil hefst með keppni í Melbourne, Ástralíu 16. mars.
Akstursíþróttir Mest lesið Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira