Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 31. janúar 2025 07:01 Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar