Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2025 21:21 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurjón Ólason Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á útboðsþing Samtaka iðnaðarins í dag. Þar kynntu fulltrúar opinberra aðila áform sín um framkvæmdir ársins. Ef þau rætast öll stefnir í að verk fyrir 264 milljarða króna verði boðin út í ár, sem yrði tvöföldun milli ára. Stærstu útboðin eru áformuð hjá Landsvirkjun en þar er óvissan mest enda tvísýnt um Hvammsvirkjun. Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boðar kraftmiklar framkvæmdir en þó ekki strax. Ráðherrann á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.Sigurjón Ólason „Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar er að ná niður verðbólgunni, ná niður vaxtastiginu. Svo getum við byrjað,“ segir ráðherrann, sem hyggst kynna nýja samgönguáætlun í haust. Hann vill þó ekki gefa upp neina forgangsröðun núna. „Þú verður bara að vera í þinginu þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Svo einfalt er það.“ Síðasta Alþingi var áður búið að setja Vestfirði í forgang á þessu ári. „Aðalatriðið er að klára Dynjandisheiði, klára Gufudalssveitina. Þetta eru stórhættulegir vegir og ég hef keyrt þetta margoft sjálfur, meira að segja í myrkri. En það er langur listi af framkvæmdum sem þarf að fara í,“ segir Eyjólfur. Smíði brúa yfir Gufufjörð og Djúpafjörð verður boðin út sem tvö verk, í marsmánuði og í haust. Á útboðsþinginu kynnti fulltrúi Vegagerðarinnar að tvær brýr yfir Gufufjörð og Djúpafjörð yrðu boðnar út í marsmánuði en stærsta brúin yfir Djúpafjörð yrði boðin út í haust. Þá á endurbygging norðausturvegar um Brekknaheiði að hefjast í ár en breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi milli Vallár og Hvalfjarðarganga frestast enn. Ráðherrann segist einnig ætla að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. En verða Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar áfram í forgangi? Svona er gangamunni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu.“ Og segir einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ segir ráðherra samgöngumála í viðtali sem sjá má hér: Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á útboðsþing Samtaka iðnaðarins í dag. Þar kynntu fulltrúar opinberra aðila áform sín um framkvæmdir ársins. Ef þau rætast öll stefnir í að verk fyrir 264 milljarða króna verði boðin út í ár, sem yrði tvöföldun milli ára. Stærstu útboðin eru áformuð hjá Landsvirkjun en þar er óvissan mest enda tvísýnt um Hvammsvirkjun. Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boðar kraftmiklar framkvæmdir en þó ekki strax. Ráðherrann á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.Sigurjón Ólason „Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar er að ná niður verðbólgunni, ná niður vaxtastiginu. Svo getum við byrjað,“ segir ráðherrann, sem hyggst kynna nýja samgönguáætlun í haust. Hann vill þó ekki gefa upp neina forgangsröðun núna. „Þú verður bara að vera í þinginu þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Svo einfalt er það.“ Síðasta Alþingi var áður búið að setja Vestfirði í forgang á þessu ári. „Aðalatriðið er að klára Dynjandisheiði, klára Gufudalssveitina. Þetta eru stórhættulegir vegir og ég hef keyrt þetta margoft sjálfur, meira að segja í myrkri. En það er langur listi af framkvæmdum sem þarf að fara í,“ segir Eyjólfur. Smíði brúa yfir Gufufjörð og Djúpafjörð verður boðin út sem tvö verk, í marsmánuði og í haust. Á útboðsþinginu kynnti fulltrúi Vegagerðarinnar að tvær brýr yfir Gufufjörð og Djúpafjörð yrðu boðnar út í marsmánuði en stærsta brúin yfir Djúpafjörð yrði boðin út í haust. Þá á endurbygging norðausturvegar um Brekknaheiði að hefjast í ár en breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi milli Vallár og Hvalfjarðarganga frestast enn. Ráðherrann segist einnig ætla að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. En verða Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar áfram í forgangi? Svona er gangamunni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu.“ Og segir einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ segir ráðherra samgöngumála í viðtali sem sjá má hér:
Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00