Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 17:46 Vörubíll fór út af veginum Vísir/Hólmfríður Mörgum vegum hefur verið lokað eða eru á óvissustigi vegna veðurs. Óvissustig vegna ofanflóðshættu er í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. „Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Umferð Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
„Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Umferð Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira