Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:10 Eftir óveður næturinnar eru vatnspollar víða og sums staðar hefur lekið inn í hús. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira