Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sé á tánum gagnvart mögulegum ógnum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn. Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira