„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Það gekk mikið á milli þeirra Erling Haaland hjá Manchester City og Gabriel hjá Arsenal í fyrri leiknum. Getty/Stuart MacFarlane Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira