Í hádeginu í gær rann út frestur sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari gaf deiluaðilum á fimmtudag til að taka afstöðu til innanhússtillögu hans að nýjum kjarasamningi. Þar var komið til móts við kennara með innaágreiðslu á nýtt mat á störfum þeirra, auk þeirra launahækkana sem samið hefur verið við um aðra á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum.
Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga samþykktu tillögu ríkissáttasemjara í gær en Kennarasambandið lagði til breytingar. Ástráður segir að deiluaðilar séu enn að ræða þessar tillögur. „Þetta er þung staða og ekki hægt að útiloka að boðaðar verkfallsaðgerðir í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið,“ sagði ríkissáttasemjari rétt fyrir hádegi í dag. Það yrði fundað eins lengi í dag og gagn væri af.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur beðið deiluaðila að tjá sig ekki um stöðuna við fjölmiðla að svo stöddu.