Enski boltinn

Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði síðan fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni í desember og hélt þá hreinu á 54 mínútum. Nú kemur hann inn í byrjunarlið Brentford í fyrsta sinn.
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði síðan fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni í desember og hélt þá hreinu á 54 mínútum. Nú kemur hann inn í byrjunarlið Brentford í fyrsta sinn. Getty/ Steven Paston

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er í byrjunarlði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Hákon Rafn fær að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni.

Hákon hefur spilað einn leik með Brentford en hann kom inn á sem varamaður á móti Brighton á milli jóla og nýárs.

Mark Flekken meiddist og Hákon kom í staðinn fyrir hann á 36. mínútu. Hákon stóð sig frábærlega og hélt marki sínu hreinu.

Þrátt fyrir það var hann kominn aftur á bekkinn í næsta leik og hefur verið ónotaður varamaður í síðustu fimm deildarleikjum.

Thomas Frank ákvað að gefa íslenska markverðinum stóra tækifærið á móti Tottenham í dag.

Leikurinn hefsr klukkan 14.00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×