Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:02 Doncic-feðgarnir á góðri stundu eftir að Dallas Mavericks unnu úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrra. Getty/David Berding Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic. NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic.
NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik