Enski boltinn

Ras­h­ford: „Vil bara spila fót­bolta“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rashford er genginn í raðir Villa á láni.
Rashford er genginn í raðir Villa á láni. Aston Villa

Hinn 27 ára gamli Marcus Rashford segir það hafa verið auðvelt val að fara til Aston Villa á láni.

Staða Rashford hjá Manchester United hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hefur gefið til kynna að Rashford sé hreinlega ekki nægilega duglegur á æfingum til að spila fyrir Man United.

Síðan félagaskiptaglugginn opnaði hefur Rashford verið orðaður við lið á borði við Arsenal, Barcelona og Borussia Dortmund. Í gær, sunnudag, var svo staðfest að hann væri genginn í raðir Aston Villa.

Villa er í baráttu um Evrópusæti og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á meðan Man United er í baráttu um að komast í efri hluta töflunnar og er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar. 

Rashford sjálfur hefur nú loks tjáð sig um vistaskiptin.:

„Ég vil þakka Manchester United og Aston Villa fyrir að gera þennan lánsamning að möguleika. Ég var svo heppinn að nokkur félög höfðu áhuga á að fá mig í sínar raðir en Aston Villa var auðvelt val. 

Ég dáist að því hvernig Villa hefur spilað á þessari leiktíð sem og metnaði þjálfarans. Ég vil bara spila fótbolta og get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Rashford áður en hann óskaði öllum hjá Man United alls hins besta á leiktíðinni.

Rashford er uppalinn hjá Man United og hafði skorað fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni áður en Amorim ákvað að hann yrði ekki valinn í leikmannahópinn á nýjan leik. Einnig hafði hann skorað þrjú og lagt upp tvö í átta leikjum í Evrópudeild og deildarbikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×