Innlent

Svona var stemmningin við setningu Al­þingis

Lovísa Arnardóttir skrifar
Halla Tómasóttir, forseti Íslands, og Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, við þingsetningu í dag.
Halla Tómasóttir, forseti Íslands, og Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm

Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. 

Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, þjónar fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna og prófastur í Suðurprófastsdæmi, prédikar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgel. Sigurður Flosason leikur á saxófón.

Útsendingunni er nú lokið en hægt er að sjá upptöku að neðan.

Að guðsþjónustu lokinni er gengið aftur til þinghússins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setur Alþingi, 156. löggjafarþing.

Strengjakvartett skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni, Þórhildi Magnúsdóttur víóluleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara sér um tónlistarflutning við þingsetninguna.

Hlé verður gert á þingsetningarfundi til klukkan 16. Þá verða flutt minningarorð, gerð grein fyrir áliti kjörbréfanefndar, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar, kosið í fastanefndir og alþjóðanefndir og hlutað um sæti þingmanna.

Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Bein útsending verður frá athöfninni á Vísi.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á morgun, miðvikudagskvöldið 5. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×