Viðkomandi var afar ölvaður og vistaður í fangageymslu.
Lögregla var einnig kölluð til vegna einstaklings sem var óvelkomin á stigagangi fjölbýlishúss. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í íbúðahverfi.
Einn var handtekinn vegna rannsóknar á heimilisofbeldi og þrír grunaðir um akstur undir áhrifum.
Nokkuð var um umferðaróhöpp en engin alvarleg slys á fólki. Þá var tilkynnt um illa staðsettar bifreiðar við akbraut og ráðstafanir gerðar til að hafa upp á eigendum, auk þess sem athugasemdir voru gerðar við ótryggð og óskoðuð ökutæki.
Ein tilkynning barst um mann sem var sagður hafa ógnað ungmennum en sá fannst ekki við leit.