Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 7. febrúar 2025 14:33 Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar