Aðstoðarleikskólastjóri segir fagmenntað starfsfólk flýja í auknum mæli yfir í grunnskólana, vegna betri kjara og starfsaðstæðna.
Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á þá sem voru drepnir í skotárás í Örebro á þriðjudag. Fórnarlömbin eru sjö konur og þrír karlmenn á aldrinum 28 til 68. Sænsk stjórnvöld hyggjast herða skotvopnalöggjöf og banna hálfsjálfvirkar byssur.
Við verðum í beinni útsendingu frá Vetrarhátíð í Reykjavíkurborg, sem verður sett á Ingólfstorgi í kvöld.
Landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta segir gagnrýni Dagnýjar Brynjarsdóttur engin áhrif hafa á endurkomu hennar í liðið eftir tveggja ára fjarveru.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.