Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2025 15:03 Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar