Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2025 20:50 Guðrún Hafsteinsdóttir býður fram krafta sína til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag. Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira