Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 12:32 Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Stéttarfélög Flosi Eiríksson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun