Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2025 09:03 Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun