Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njörður Sigurðsson Hveragerði Félagsmál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun