Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fékk ekki mikið að spila með Fiorentina í kvöld.
Albert Guðmundsson fékk ekki mikið að spila með Fiorentina í kvöld. Getty/Giuseppe Maffia

Fiorentina náði ekki að vinna Internazionale í annað skiptið á fimm dögum þegar liðin mættust í ítölsku deildinni í kvöld.

Internazionale vann 2-1 heimasigur í leik liðanna í Seríu A og minnkaði fyrir vikið forskot Napoli á toppnum í aðeins eitt stig.

Fiorentina vann 3-0 sigur á Inter í síðustu viku í leik sem hafði verið stöðvaður fyrir áramót þegar leikmaður Fiorentina hneig niður.

Nú tóku Inter menn öll stigin í baráttunni um ítalska meistaratitilinn.

Marin Pongracic, varnarmaður Fiorentina, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 28. mínútu. Lautaro Martinez reyndi að eigna sér markið en fékk það ekki skráð.

Rolando Mandragora jafnaði úr vítaspyrnu á 44. mínútu en Marko Arnautovic kom Inter aftur yfir á 52. minútu.

Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir markaskorann Rolando Mandragora á 81. mínútu.

Internazionale var mun meira með boltann (62%) og átti líka mun fleiri skot eða 22 á móti aðeins sjö.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira