„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2025 23:54 Dóra Björt Guðjónsdóttir sést hér, ásamt Degi B. Eggertssyni og Einari Þorsteinssyni, þegar nýr meirihluti var kynntur sumarið 2022. Vísir/Ragnar Visage Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. Oddvitar allra flokkanna í borgarstjórn mættust í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Tilefnið var ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, um að slíta meirihlutasamstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn síðastliðinn föstudag. Einar hefur skýrt frá því að ákvörðun hans hafi byggst á þeirri staðreynd að hann teldi sig ekki geta náð fram nauðsynlegum breytingum í meirihlutanum sem nú er fallinn. Hann hefði lofað slíkum breytingum þegar hann bauð sig fram. Í Silfrinu í kvöld sagði Einar að meðal annars að hugmyndir hans um aukna uppbyggingu húsnæðis á nýju landi hefðu mætt neikvæðum viðbrögðum í meirihlutanum. „Grunnstefnan hefur bara verið þessi hjá Samfylkingu, og Píratar hafa kannski staðið svona helst vörð um það samt, að byggja meðfram Borgarlínu og ekki mikið í viðbót við það. Það hefur svona aðeins þokast á þessu kjörtímabili að byggja meira upp í Úlfarsárdal, 350 íbúðir þar. Svo höfum við þrýst á um að það verði byggðar lóðir á Kjalarnesi. Þetta eru smábútar, hér og þar. Stóru ákvarðanirnar eru um framtíðina, af því að skipulagsmálin taka langan tíma,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist Einar ítrekað hafa rætt þessi mál og fleiri á vettvangi meirihlutans. Hann kvaðst telja skynsamlegt að byggja meðfram ætluðum leiðum Borgarlínu. Það þyrfti hins vegar einnig að gera fleira. „Það þarf að sýna á stærri spil og stækka húsnæðisstokkinn sem er undir á þessu skipulagstímabili. Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í dag, vegna þess að það tekur langan tíma að byggja,“ sagði Einar. „Þú ert að ruglast á mönnum“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, greip þá orðið og sagði slíkar fyrirætlanir hafa verið til umræðu og í undirbúningi. Sagðist hún vita til þess að Dagur B. Eggertsson, sem var oddviti Samfylkingarinnar þar til hann tók sæti á þingi, hefði verið búinn að undirbúa samstarfsyfirlýsingu vegna samvinnuverkefnis við verkalýðsfélögin, sem snúa eigi að því að brjóta meira land. Heiða Björg Hilmisdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/Arnar „Þú ert að ruglast á mönnum,“ sagði Einar þá. „Það var nefnilega ég sem var að undirbúa það.“ „Alls ekki, Einar,“ svaraði Heiða þá til. Heiða sagðist telja hlutverk borgarstjóra að hafa sýn, tala við fólk, leggja eitthvað á borðið, hlusta og finna leiðir. „Ég held bara að Einar sé að segja okkur að hann treystir sér ekki í það. Það er allt í lagi, því hér er fullt af fólki, og það er líka bara fullt af öðru fólki sem gæti verið mjög gott í því að stýra borginni þannig að það sé hlustað á fólkið, það sé verið að skoða fjölbreyttar leiðir og maður loki ekki á eitthvað fyrir fram og segi að einhver sé á móti því án þess að taka samtalið,“ sagði Heiða. Hafi greinilega þurft að sprengja Við þetta sagðist Einar ánægður að hafa fengið þessi sjónarmið fram, en gerði athugasemd við tímasetninguna. „Ég er bara mjög glaður að þetta sé viðhorfið núna. Það þurfti greinilega að sprengja meirihlutann til þess að hrista fram þessi viðhorf, og það er bara fínt. Til þess var það gert,“ sagði Einar. Dóra Björt Guðjónsdóttir var óánægð með þessi ummæli Einars. „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar. Það verður bara að segjast, með fullri virðingu, kæri vinur. Nú er það bara svo að bera það fyrir sig að þú komir hlutum ekki í verk þegar þú situr í valdamesta embætti borgarinnar, sem er borgarstjórastóllinn, það er bara stórundarleg fullyrðing að mínu mati,“ sagði Dóra. Hún sagði liggja fyrir að Píratar hafi verið sveigjanlegir í samstarfinu, og að mikilvægt væri að byggja meðfram Borgarlínunni. Meirihlutinn hafi verið lausnamiðaður og verið að fara að skoða aðalskipulag til næstu 50 ára. Segir málflutning Einars ósanngjarnan „Við höfum verið að málamiðla varðandi þetta með fyrirtækjaleikskólana. Einar fór sjálfur fram og sagði frá því að það væri í skoðun. Við áttum eftir að lenda aðeins útfærslu á því sem tryggir jafnræði, stenst lög og reglur og annað, en það er ekki þannig að það hafi verið slegið af borðinu. Það er sannarlega ekki svo. Það er mjög mikilvægt fyrir sanna leiðtoga að axla ábyrgð og standa vaktina, líka þegar á móti blæs,“ sagði Dóra. Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann á föstudagskvöld, og „hoppaði af vagninum“ að mati Dóru.Vísir/RAX Hún sagði söguna sýna að ekki væri heilladrjúgt fyrir stjórnmálafólk að „hoppa af vagninum.“ Nefndi hún þar Bjarta framtíð og Bjarna Benediktsson. „Það er mikilvægt að taka samtalið. Ég upplifði ekki að samtalið um þessi ásteitingarefni hafi verið tekið aftur, ef upplifunin var slík að þetta hafi ekki verið að þokast áfram. Þetta var sannarlega að þokast áfram. Við vorum öll í þessu af heilum hug, eða allavega ég. Mér finnst ekki sanngjarnt, þegar maður er búinn að leggja sig fram um að finna lausnir, vera sveigjanleg og sáttafús, þá er ekki gaman að vera teiknuð upp eins og við séum ferköntuð, takmörkuð og komum í veg fyrir framfarir. Það er bara sannarlega ekki þannig.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Oddvitar allra flokkanna í borgarstjórn mættust í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Tilefnið var ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, um að slíta meirihlutasamstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn síðastliðinn föstudag. Einar hefur skýrt frá því að ákvörðun hans hafi byggst á þeirri staðreynd að hann teldi sig ekki geta náð fram nauðsynlegum breytingum í meirihlutanum sem nú er fallinn. Hann hefði lofað slíkum breytingum þegar hann bauð sig fram. Í Silfrinu í kvöld sagði Einar að meðal annars að hugmyndir hans um aukna uppbyggingu húsnæðis á nýju landi hefðu mætt neikvæðum viðbrögðum í meirihlutanum. „Grunnstefnan hefur bara verið þessi hjá Samfylkingu, og Píratar hafa kannski staðið svona helst vörð um það samt, að byggja meðfram Borgarlínu og ekki mikið í viðbót við það. Það hefur svona aðeins þokast á þessu kjörtímabili að byggja meira upp í Úlfarsárdal, 350 íbúðir þar. Svo höfum við þrýst á um að það verði byggðar lóðir á Kjalarnesi. Þetta eru smábútar, hér og þar. Stóru ákvarðanirnar eru um framtíðina, af því að skipulagsmálin taka langan tíma,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist Einar ítrekað hafa rætt þessi mál og fleiri á vettvangi meirihlutans. Hann kvaðst telja skynsamlegt að byggja meðfram ætluðum leiðum Borgarlínu. Það þyrfti hins vegar einnig að gera fleira. „Það þarf að sýna á stærri spil og stækka húsnæðisstokkinn sem er undir á þessu skipulagstímabili. Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í dag, vegna þess að það tekur langan tíma að byggja,“ sagði Einar. „Þú ert að ruglast á mönnum“ Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, greip þá orðið og sagði slíkar fyrirætlanir hafa verið til umræðu og í undirbúningi. Sagðist hún vita til þess að Dagur B. Eggertsson, sem var oddviti Samfylkingarinnar þar til hann tók sæti á þingi, hefði verið búinn að undirbúa samstarfsyfirlýsingu vegna samvinnuverkefnis við verkalýðsfélögin, sem snúa eigi að því að brjóta meira land. Heiða Björg Hilmisdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/Arnar „Þú ert að ruglast á mönnum,“ sagði Einar þá. „Það var nefnilega ég sem var að undirbúa það.“ „Alls ekki, Einar,“ svaraði Heiða þá til. Heiða sagðist telja hlutverk borgarstjóra að hafa sýn, tala við fólk, leggja eitthvað á borðið, hlusta og finna leiðir. „Ég held bara að Einar sé að segja okkur að hann treystir sér ekki í það. Það er allt í lagi, því hér er fullt af fólki, og það er líka bara fullt af öðru fólki sem gæti verið mjög gott í því að stýra borginni þannig að það sé hlustað á fólkið, það sé verið að skoða fjölbreyttar leiðir og maður loki ekki á eitthvað fyrir fram og segi að einhver sé á móti því án þess að taka samtalið,“ sagði Heiða. Hafi greinilega þurft að sprengja Við þetta sagðist Einar ánægður að hafa fengið þessi sjónarmið fram, en gerði athugasemd við tímasetninguna. „Ég er bara mjög glaður að þetta sé viðhorfið núna. Það þurfti greinilega að sprengja meirihlutann til þess að hrista fram þessi viðhorf, og það er bara fínt. Til þess var það gert,“ sagði Einar. Dóra Björt Guðjónsdóttir var óánægð með þessi ummæli Einars. „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar. Það verður bara að segjast, með fullri virðingu, kæri vinur. Nú er það bara svo að bera það fyrir sig að þú komir hlutum ekki í verk þegar þú situr í valdamesta embætti borgarinnar, sem er borgarstjórastóllinn, það er bara stórundarleg fullyrðing að mínu mati,“ sagði Dóra. Hún sagði liggja fyrir að Píratar hafi verið sveigjanlegir í samstarfinu, og að mikilvægt væri að byggja meðfram Borgarlínunni. Meirihlutinn hafi verið lausnamiðaður og verið að fara að skoða aðalskipulag til næstu 50 ára. Segir málflutning Einars ósanngjarnan „Við höfum verið að málamiðla varðandi þetta með fyrirtækjaleikskólana. Einar fór sjálfur fram og sagði frá því að það væri í skoðun. Við áttum eftir að lenda aðeins útfærslu á því sem tryggir jafnræði, stenst lög og reglur og annað, en það er ekki þannig að það hafi verið slegið af borðinu. Það er sannarlega ekki svo. Það er mjög mikilvægt fyrir sanna leiðtoga að axla ábyrgð og standa vaktina, líka þegar á móti blæs,“ sagði Dóra. Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann á föstudagskvöld, og „hoppaði af vagninum“ að mati Dóru.Vísir/RAX Hún sagði söguna sýna að ekki væri heilladrjúgt fyrir stjórnmálafólk að „hoppa af vagninum.“ Nefndi hún þar Bjarta framtíð og Bjarna Benediktsson. „Það er mikilvægt að taka samtalið. Ég upplifði ekki að samtalið um þessi ásteitingarefni hafi verið tekið aftur, ef upplifunin var slík að þetta hafi ekki verið að þokast áfram. Þetta var sannarlega að þokast áfram. Við vorum öll í þessu af heilum hug, eða allavega ég. Mér finnst ekki sanngjarnt, þegar maður er búinn að leggja sig fram um að finna lausnir, vera sveigjanleg og sáttafús, þá er ekki gaman að vera teiknuð upp eins og við séum ferköntuð, takmörkuð og komum í veg fyrir framfarir. Það er bara sannarlega ekki þannig.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira