Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:01 Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun