Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 16:23 Heiða Björg, Dóra Björt og þrír oddvitar til viðbótar hafa fundað um mögulegt meirihlutasamstarf í dag. Vísir/Vilhelm Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira