Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Svo virðist sem Havertz verði frá um hríð. Því fjölgar á lista yfir meidda framlínumenn Arsenal. Alex Pantling/Getty Images Þjóðverjinn Kai Havertz varð fyrir óhappi í æfingaferð Arsenal í Dubai í vikunni og verður frá út tímabilið. Fáir kostir eru í boði framarlega á vellinum fyrir knattspyrnustjórann Mikel Arteta í ljósi meiðslanna. Havertz meiddist aftan í læri í æfingaferðinni samkvæmt breskum miðlum og bætist við lista framliggjandi leikmanna liðsins sem glíma við meiðsli. Fyrir eru Gabriel Jesus, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli meiddir. Jesus sleit krossband og spilar ekki meira á þessari leiktíð, lærmeiðsli Saka munu að líkindum halda honum frá vellinum fram í apríl en staða Martinelli er óljósari. Uppfært kl. 11:55: The Athletic greinir frá því að meiðsli Havertz séu alvarleg. Hann hafi rifið lærvöðva og að hann sé að líkindum frá út leiktíðina. Arsenal var orðað við þónokkra framherja í félagsskiptaglugganum í janúar og gæti liðinu refsast fyrir að stökkva ekki til. Leandro Trossard, Ethan Nwaneri og Raheem Sterling eru einu þrír framlínumenn Skyttanna sem eru heilir heilsu. Þónokkur lið í ensku úrvalsdeildinni eru með fleiri leikmenn á meiðslalistanum en vandamál Arsenal einskorðast við sömu stöðurnar. Hægri bakverðirnir Ben White og Takehiro Tomiyasu eru einnig á sex manna löngum meiðslalista Skyttanna. Mestu meiðslavandræðin eru á liði Tottenham Hotspur, grannliði Arsenal í Norður-Lundúnum, þar sem ellefu leikmenn eru frá. Níu eru meiddir hjá Bournemouth, átta hjá Brighton og Everton, og sjö hjá Chelsea og Wolves. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Havertz meiddist aftan í læri í æfingaferðinni samkvæmt breskum miðlum og bætist við lista framliggjandi leikmanna liðsins sem glíma við meiðsli. Fyrir eru Gabriel Jesus, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli meiddir. Jesus sleit krossband og spilar ekki meira á þessari leiktíð, lærmeiðsli Saka munu að líkindum halda honum frá vellinum fram í apríl en staða Martinelli er óljósari. Uppfært kl. 11:55: The Athletic greinir frá því að meiðsli Havertz séu alvarleg. Hann hafi rifið lærvöðva og að hann sé að líkindum frá út leiktíðina. Arsenal var orðað við þónokkra framherja í félagsskiptaglugganum í janúar og gæti liðinu refsast fyrir að stökkva ekki til. Leandro Trossard, Ethan Nwaneri og Raheem Sterling eru einu þrír framlínumenn Skyttanna sem eru heilir heilsu. Þónokkur lið í ensku úrvalsdeildinni eru með fleiri leikmenn á meiðslalistanum en vandamál Arsenal einskorðast við sömu stöðurnar. Hægri bakverðirnir Ben White og Takehiro Tomiyasu eru einnig á sex manna löngum meiðslalista Skyttanna. Mestu meiðslavandræðin eru á liði Tottenham Hotspur, grannliði Arsenal í Norður-Lundúnum, þar sem ellefu leikmenn eru frá. Níu eru meiddir hjá Bournemouth, átta hjá Brighton og Everton, og sjö hjá Chelsea og Wolves.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira