„Ég er ánægður með frammistöðuna og stoltur af því hvernig við spiluðum þótt það dygði okkur ekki gegn góðu Stjörnuliðið,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson.
Okkur vantaði þetta smá sjálfstraust og þor til að klára þetta. En Stjarnan er mjög gott lið. Þegar við vorum komnir með forskot undir lokin fundu þeir leiðir og refsuðu okkur vel meðan við hittum ekki þótt við fengjum oft góðar sóknir.“
Höttur og Haukar eru í fallsætunum með átta stig en næstu lið fyrir ofan eru með 16. Fjórar umferðir eru eftir sem þýðir að eitthvert liðanna fyrir ofan verður að tapa öllum sínum leikjum sem eftir er og Höttur að vinna sína til að sleppa við fall.
„Fyrir kvöldið í kvöld voru fimm leikir eftir. Við ætluðum að koma með frammistöðu og hrista upp í þessu. Ég veit ekki hvort fjórir sigrar duga til að bjarga okkur frá falli en ég sé von þegar frammistaðan er svona.
Þannig við ætlum okkur að halda áfram að skrifa söguna. Það kemur nýr kafli í henni, sama hvort hann er skemmtilegur eða leiðinlegur. Líkurnar eru ekki með okkur en við gefa þessu séns og halda áfram á fullu gasi.“