Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 15:03 Victor Wembanyama í skotþrautinni í gærkvöld. Getty/Ezra Shaw Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell. NBA Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Sjá meira
Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Sjá meira