Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Erla Björg Gunnarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. febrúar 2025 16:38 Kristrún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. AP/Matthias Schrader Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. „Það sem ber hæst er tilfinningin núna að Evrópa fari að taka aukna ábyrgð á sínum öryggis- og varnarmálum. Þetta er auðvitað búið að vera lengi í umræðunni en ákveðnar vendingar, sérstaklega af hálfu Bandaríkjanna, þegar leið á síðustu viku hefur kannski ýtt fólki í ákafara samtal hvað það varðar,“ segir Kristrún. Bandaríkjamenn fóru mikinn JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, vakti mikla athygli þegar hann hreinlega urðaði yfir evrópska leiðtoga og sakaði þá um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga og hunsa trúfrelsi. Hann fann leiðtogum Evrópu í raun allt til foráttu sem ekki tengist varnar- og öryggismálum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa lýst því yfir að hann hefði rætt við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um mögulegar friðaviðræður án þess að hafa evrópska ráðamenn eða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta með í ráðum. „Við höfum á þessum tveimur til þremur dögum séð ýmsar vendingar, hlutirnir hafa hreyfst hratt en ég upplifi að leiðtogar í Evrópu séu farnir að taka stöðuna það alvarlega að núna er mikið farið að tala um aukin framlög til varnarmála og hvernig við getum tryggt það að stuðningur verði áfram tryggður til Úkraínu,“ segir Kristrún. Framlag Íslands mikilvægt Aðspurð segir Kristrún þátt Íslands geta verið veigamikinn í slíkri uppbyggingu. „Ef við hugsum bara um Ísland þá erum við virkir þátttakendur í NATO og allar þessar Evrópuþjóðir sem eru almennt að styrkja varnir sínar eru auðvitað margar hverjar í NATO. Þar erum við með mjög stórt hlutverk, þótt við séum fjárhagslega á lægri stað þá erum við með Keflavík og grunnstoðir fyrir NATO. En svo erum við líka, ég ásamt utanríkisráðherra, að fara í að endurskoða ákveðna varnarþætti í utanríkisstefnu Íslands og þetta verður án efa til umræðu á kjörtímabilinu,“ segir Kristrún. Sjá einnig: Kallar eftir evrópskum her Hún segir erfitt að ráða í ummæli Trump og Vance. Raunveruleg stefna Bandaríkjanna í þessum málum eigi tíminn eftir að leiða í ljós en að blátt áfram orðræða þeirra hafi ýtt undir raunveruleg skref í varnarmálum í Evrópu, blásið í ráðamenn þar eldmóði. „Þetta er búið að vera í farvatninu í langan tíma, að auka framlög til varnarmála. Skipuleggja sig líka með samhæfðari hætti, þetta snýst ekki bara um fjárframlög heldur hvernig fólk beitir sér, mér finnst það jákvæður tónn,“ segir Kristrún. Ísland verði undanþegið tollastríði Hún hvetur til stillingar og tekur ummælum úr Hvíta húsinu af yfirvegun. „Það eru þrjár, fjórar vikur búnar að þessu kjörtímabili nýs Bandaríkjaforseta. Fólk þarf líka að halda ró sinni. Fólk er enn að reyna að átta sig á hver raunverulega stefna Bandaríkjamanna verður. Það hafa verið skilaboðin frá okkur á Íslandi líka, fylgjumst með, þetta er mikilvægt vinasamband milli Evrópu og Bandaríkjanna og Ísland er í miðjunni,“ segir hún. „En ég vil líka bæta við, ég er hér fyrst og fremst til að gæta hagsmuna Íslands, ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur einnig viðskiptahagsmunum. Og ég hef átt fjölda tvíhliða funda með leiðtogum hér til að tryggja það ef það kemur til tollastríðs milli Evrópu og Bandaríkjanna að Ísland verði undanþegið því, að við lendum ekki á milli, og ég hef fengið verulega góðar móttökur.“„ „Fólk er uggandi“ Kristrún segir jákvæðan tón meðal ráðamanna álfunnar og vilja til staðar til að efla samstarf innan hennar enn frekar. Óvissa ríki og fólk sé uggandi en mikilvægt sé að anda ofan í kviðinn. „Það er sú áhersla sem kemur frá okkur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Það snýst ekki um að Evrópa sé að fjarlægjast Bandaríkin eða það séu að verða einhverjar mjög neikvæðar vendingar í sambandi við Bandaríkin. Heldur bara að sambandið er að breytast, vigtirnar eru að breytast og bandamenn geta átt í mismunandi samskiptum og gengið í gegnum ýmislegt en haldið áfram að vera bandamenn,“ segir hún. „Við erum NATO-þjóð, við erum líka í EES og þess vegna erum við að gæta viðskiptahagsmuna en með sterk tengsl við Bandaríkin. Þannig að nú þarf fólk að anda í kviðinn og ákveða næstu skref. En þetta hafa verið mjög góðar umræður um helgina og ég kem jákvæð út af þessum fundi hvað varðar hagsmuni Íslands og við höfum fengið góðar móttökur fyrir því sem við höfum verið að halda utan um fyrir Íslands hönd.“ Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi. 13. febrúar 2025 06:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. „Það sem ber hæst er tilfinningin núna að Evrópa fari að taka aukna ábyrgð á sínum öryggis- og varnarmálum. Þetta er auðvitað búið að vera lengi í umræðunni en ákveðnar vendingar, sérstaklega af hálfu Bandaríkjanna, þegar leið á síðustu viku hefur kannski ýtt fólki í ákafara samtal hvað það varðar,“ segir Kristrún. Bandaríkjamenn fóru mikinn JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, vakti mikla athygli þegar hann hreinlega urðaði yfir evrópska leiðtoga og sakaði þá um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga og hunsa trúfrelsi. Hann fann leiðtogum Evrópu í raun allt til foráttu sem ekki tengist varnar- og öryggismálum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa lýst því yfir að hann hefði rætt við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um mögulegar friðaviðræður án þess að hafa evrópska ráðamenn eða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta með í ráðum. „Við höfum á þessum tveimur til þremur dögum séð ýmsar vendingar, hlutirnir hafa hreyfst hratt en ég upplifi að leiðtogar í Evrópu séu farnir að taka stöðuna það alvarlega að núna er mikið farið að tala um aukin framlög til varnarmála og hvernig við getum tryggt það að stuðningur verði áfram tryggður til Úkraínu,“ segir Kristrún. Framlag Íslands mikilvægt Aðspurð segir Kristrún þátt Íslands geta verið veigamikinn í slíkri uppbyggingu. „Ef við hugsum bara um Ísland þá erum við virkir þátttakendur í NATO og allar þessar Evrópuþjóðir sem eru almennt að styrkja varnir sínar eru auðvitað margar hverjar í NATO. Þar erum við með mjög stórt hlutverk, þótt við séum fjárhagslega á lægri stað þá erum við með Keflavík og grunnstoðir fyrir NATO. En svo erum við líka, ég ásamt utanríkisráðherra, að fara í að endurskoða ákveðna varnarþætti í utanríkisstefnu Íslands og þetta verður án efa til umræðu á kjörtímabilinu,“ segir Kristrún. Sjá einnig: Kallar eftir evrópskum her Hún segir erfitt að ráða í ummæli Trump og Vance. Raunveruleg stefna Bandaríkjanna í þessum málum eigi tíminn eftir að leiða í ljós en að blátt áfram orðræða þeirra hafi ýtt undir raunveruleg skref í varnarmálum í Evrópu, blásið í ráðamenn þar eldmóði. „Þetta er búið að vera í farvatninu í langan tíma, að auka framlög til varnarmála. Skipuleggja sig líka með samhæfðari hætti, þetta snýst ekki bara um fjárframlög heldur hvernig fólk beitir sér, mér finnst það jákvæður tónn,“ segir Kristrún. Ísland verði undanþegið tollastríði Hún hvetur til stillingar og tekur ummælum úr Hvíta húsinu af yfirvegun. „Það eru þrjár, fjórar vikur búnar að þessu kjörtímabili nýs Bandaríkjaforseta. Fólk þarf líka að halda ró sinni. Fólk er enn að reyna að átta sig á hver raunverulega stefna Bandaríkjamanna verður. Það hafa verið skilaboðin frá okkur á Íslandi líka, fylgjumst með, þetta er mikilvægt vinasamband milli Evrópu og Bandaríkjanna og Ísland er í miðjunni,“ segir hún. „En ég vil líka bæta við, ég er hér fyrst og fremst til að gæta hagsmuna Íslands, ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur einnig viðskiptahagsmunum. Og ég hef átt fjölda tvíhliða funda með leiðtogum hér til að tryggja það ef það kemur til tollastríðs milli Evrópu og Bandaríkjanna að Ísland verði undanþegið því, að við lendum ekki á milli, og ég hef fengið verulega góðar móttökur.“„ „Fólk er uggandi“ Kristrún segir jákvæðan tón meðal ráðamanna álfunnar og vilja til staðar til að efla samstarf innan hennar enn frekar. Óvissa ríki og fólk sé uggandi en mikilvægt sé að anda ofan í kviðinn. „Það er sú áhersla sem kemur frá okkur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Það snýst ekki um að Evrópa sé að fjarlægjast Bandaríkin eða það séu að verða einhverjar mjög neikvæðar vendingar í sambandi við Bandaríkin. Heldur bara að sambandið er að breytast, vigtirnar eru að breytast og bandamenn geta átt í mismunandi samskiptum og gengið í gegnum ýmislegt en haldið áfram að vera bandamenn,“ segir hún. „Við erum NATO-þjóð, við erum líka í EES og þess vegna erum við að gæta viðskiptahagsmuna en með sterk tengsl við Bandaríkin. Þannig að nú þarf fólk að anda í kviðinn og ákveða næstu skref. En þetta hafa verið mjög góðar umræður um helgina og ég kem jákvæð út af þessum fundi hvað varðar hagsmuni Íslands og við höfum fengið góðar móttökur fyrir því sem við höfum verið að halda utan um fyrir Íslands hönd.“
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi. 13. febrúar 2025 06:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi. 13. febrúar 2025 06:57