Enski boltinn

Maddison var að sussa á Roy Keane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Maddison fagnaði sigurmarki sínu fyrir Tottenham með því að horfa í myndavélina og sussa.
James Maddison fagnaði sigurmarki sínu fyrir Tottenham með því að horfa í myndavélina og sussa. Getty/Marc Atkins

James Maddison tryggði Tottenham 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eina mark leiksins kom strax á þrettándu mínútu en fagn Maddison fór ekki fram hjá neinum. En á hvern var hann að sussa?

Jú, Maddison var að sussa á Roy Keane. Keane hafði gagnrýnt enska landsliðsmanninn í vikunni fyrir leikinn.

„Maddison er ekkert slæmur þegar hann er ekki upptekinn í pílukastinu en ef þú heldur að hann sé maðurinn til að koma Spurs aftur í topp sex þá hlýtur þú að búa í vitleysingalandi,“ sagði Keane.

„Hann er hæfileikaríkur leikmaður en ef þú ert leikmaður í búningsklefanum hjá Tottenham og sérð að hann er mættur aftur þá hugsar þú ekki: James er kominn til baka þannig að þetta allt í lagi hjá okkur,“ sagði Keane.

Hinn 28 ára gamli Maddison kom til baka og skoraði sigurmarkið á móti gamla liði Roy Keane í fyrsta leik.

„Það var smá kliður í fjölmiðlum í vikunni og fólk má vissulega hafa sína skoðanir. Ég vildi láta verkin tala inn á vellinum í dag og ég vona að það séu einhverjir sem hafi haft gaman af sigurmarkinu mínu,“ sagði Maddison.

„Það er enginn sem harðari gagnrýnandi á mig en ég sjálfur. Stjórinn talar alltaf um að hlusta ekki á kliðinn fyrir utan völlinn en stundum er það erfitt þegar þú færð hana stanslaust í andlitið,“ sagði Maddison.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×