Körfubolti

Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks hand­tekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Darrell Armstrong spilaði mjög lengi sjálfur í NBA deildinni en hefur varið aðstoðarþjálfari Jasons Kidd hjá Dallas Mavericks.
 Darrell Armstrong spilaði mjög lengi sjálfur í NBA deildinni en hefur varið aðstoðarþjálfari Jasons Kidd hjá Dallas Mavericks. Getty/Peter Larsen

Darrell Armstrong, aðstoðarþjálfari hjá NBA körfuboltaliðinu Dallas Mavericks, kom sér í mikil vandræði um helgina.

Armstrong, sem spilaði sjálfur í þrettán ár í NBA deildinni, var handtekinn fyrir líkamsárás með morðvopni.

Lögreglan í Dallas staðfesti fréttirnar við bandaríska miðla.

Hinn 56 ára gamli Armstrong er sakaður um að ráðast á konu með byssu eftir rifrildi og hóta því að skjóta hana. Atvikið varð um miðja nótt eða korter fyrir fjögur.

Rifrildið er sagt hafa komið til vegna þess að kærastan spurði Armstrong út í textaskilaboð frá annarri konu.

Mavericks gaf frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust vita af atvikinu og að starfsmaður þess væri kominn í leyfi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×