Traustið við frostmark Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 09:39 Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar. Vísir/Vilhelm Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp um traust almennings til opinberra stofnana. Slíkt traust hefur verið kannað hjá Gallúp um árabil og eru elstu mælingar frá 1993. Listinn er þó ekki tæmandi enda nær hann bara yfir fjórtán stofnanir. Könnunin var gerð 7. til 16. febrúar og var fólk spurt „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“. Hér má sjá þróunina frá árinu 2008.Gallup Langflestir bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar en minnkar það þó um fimm prósentustig milli ára. Þar á eftir koma Lögreglan og Háskóli Íslands en sjö af hverjum tíu bera mikið traust til þeirra. Traust á heilbrigðiskerfið eykst um sex prósentustig milli ára, fer úr 57 prósentum í 63 prósent. Embætti forseta Íslands nýtur mikils trausts hjá sex af hverjum tíu Íslendingum en fellur þó um heil tólf prósentustig milli ára. Stóra breytan þar er sú að síðasta sumar voru forsetakosningar og Halla Tómasdóttir tók við af Guðna Th. Jóhannessyni sem hafði notið mikilla vinsælda. Setning Alþingis í febrúar. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgadóttir Biskup Íslands tóku báðar við embættum sínum í fyrra. Traust til forsetaembættisins minnkar milli ára meðan traust til þjóðkirkjunnar eykst.Vísir/Vilhelm Nokkrir hástökkvarar Rúmur helmingur, 53 prósent, ber mikið traust til umboðsmanns Alþingis og fer það úr 47 prósentum í fyrra. Kristín Benediktsdóttir tók við embættinu í fyrra af Skúla Magnússyni, sem tók síðan sæti við Hæstarétt Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Þessu er öfugt farið hjá ríkissáttasemjara þar sem traust til embættisins minnkar um fimm prósentustig milli ára. Um 49 prósent segjast bera mikið traust til ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson situr í því embætti og hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að miðla málum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Um 45 prósent bera mikið traust til dómkerfisins og eykst það um sex prósentustig milli ára. Þá eykst traust til Seðlabankans töluvert, fer úr 32 prósentum í 43 prósent. Vafalaust spilar þar inn í að Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósentustig síðustu mánuði og verðbólga hjaðnað á sama tíma. Jafnmargir bera mikið traust til þjóðkirkjunnar sem stekkur upp um sextán prósentustig frá síðustu mælingu. Guðrún Karls Helgadóttir tók við embætti biskups síðasta sumar af Agnesi M. Sigurðardóttur sem þótti nokkuð umdeild. Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst hærra í sautján ár. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm Umdeildustu stofnanirnar Tæplega 38 prósent bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er sex prósentustigum færra en í fyrra. Undanfarna mánuði hefur verið töluverður fréttaflutningur um ósætti milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum í kjölfar ummæla hans um hælisleitendur í fyrra. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því. Ríkissaksóknari lýsti vararíkissaksóknara svo vanhæfan í lok síðasta árs þegar sá síðarnefndi snéri til baka eftir hálfs árs leyfi. Hann hefur ekki fengið úthlutað verkefnum síðan þá. Alþingi nýtur mikils trausts um 34 prósents landsmanna sem er sjö prósentustigum fleiri en í síðustu mælingu. Alþingiskosningar fóru fram í nóvember síðastliðnum og kom nýtt Alþingi saman í byrjun febrúar. Traust til bankakerfisins eykst um fjögur prósentustig milli ára, um 21 prósent landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins. Borgarstjórn Reykjavíkur skrapar botninn og minnkar traust til hennar um tíu prósentustig. Nú bera um níu prósent mikið traust til borgarstjórnar og hefur það ekki mælst jafn lítið hásíðan árið 2008. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í byrjun mánaðar og hafa viðræður um myndun nýs meirihluta staðið yfir síðan. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík, sprengdi meirihlutann í byrjun mánaðar og endar sennilega í minnihluta.Vísir/Einar
Forseti Íslands Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Þjóðkirkjan Landhelgisgæslan Alþingi Seðlabankinn Skoðanakannanir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira