Sport

Spilaði full­kominn leik í beinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinrik Óli er hér í banastuði á leið sinni í 300 kallinn.
Hinrik Óli er hér í banastuði á leið sinni í 300 kallinn.

Úrvalsdeildin í keilu hófst um síðustu helgi en mótið er í beinni á Stöð 2 Sport öll sunnudagskvöld.

Fjórir keppendur taka þátt á hverju kvöldi og sigurvegari kvöldsins kemst beint í úrslitin. Sá er lendir í öðru sæti fær sæti í umspili um að komast í úrslitin þannig að það er mikið undir í hverjum leik.

Klippa: Fullkominn leikur í úrvalsdeildinni í keilu

Áhorfendur fengu heldur betur fyrir peninginn síðastliðið sunnudagskvöld. Þá gerði Hinrik Óli Gunnarsson sér lítið fyrir og spilaði fullkominn leik. Allar tólf kúlurnar hans enduðu með fellu og hann fékk því hið fullkomna skor sem er 300 stig.

Hinrik Óli var heitur allt kvöldið og vann sinn riðil. Við munum því sjá hann aftur í úrslitunum.

Riðill 2 fer svo fram næsta sunnudag en bein útsending hefst klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×