Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Sir Jim Ratcliffe þekkti ekki Katie Zelem þegar hann ræddi við hana á æfingasvæði félagsins. Hún er ekki lengur leikmaður félagsins. Charlotte Tattersall/Getty Images Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira