Fótbolti

Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Lionel Messi í leiknum hjá Inter Miami á móti Sporting Kansas City í vikunni.
 Lionel Messi í leiknum hjá Inter Miami á móti Sporting Kansas City í vikunni. Getty/Kyle Rivas

Lionel Messi fékk óvenjulega beiðni eftir 1-0 sigur Inter Miami á Sporting Kansas City á miðvikudagskvöldið.

Dómari leiksins er sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leikinn.

Treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal annarra leikmanna og áhugafólks um fótbolta.

Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava kom til Messi fljótlega eftir að hann hafði flautað leikinn af og ræddi við Messi. Erlendir miðlar segja að hann hafi þar beðið um treyjuna.

Messi hafði skorað eina mark leiksins með Messi afgreiðslu, tók laglega við háum bolta í teignum, lék á varnarmann og skaut hinum hnitmiðað í fjærhornið.

Hvort Messi varð við ósk hin 36 ára dómara er ekki vitað. Messi fór auðvitað ekki úr henni úti enda sautján stiga frost þegar leikurinn fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×